Fótbolti

Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði annað mark Lyngby í dag.
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði annað mark Lyngby í dag. @lyngbyboldklub

Ísak Snær Þorvaldsson var fljótur að komast á markalistann hjá danska félaginu Lyngby.

Ísak kom til danska b-deildarliðsins á dögunum á láni frá Rosenborg í Noregi.

Lyngby vann í dag 2-0 útisigur á Esbjerg í fyrsta leik íslenska framherjans. Þetta var fyrsta umferðin á nýju tímabili í dönsku b-deildinni.

Ísak byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í stöðunni 1-0 á 63. mínútu.

Ísak innsiglaði sigurinn með því að skora annað mark Lyngby á 88. mínútu.

Þetta var jafnframt hans fyrsta deildarmark í sumar því hann náði ekki að skora í fimm leikjum með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×