Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2025 17:43 Scheffler heldur á könnunni frægu í annarri og syninum Bennett Scheffler í hinni. Hann átti ótrúlega helgi. Andrew Redington/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil á ferlinum er hann tryggði sér sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Scheffler var með örugga forystu fyrir lokahringinn í dag og þurfti í raun aldrei að hafa miklar áhyggjur af því að nokkur myndi ógna forskoti hans. Klippa: Scheffler vann með yfirburðum Hann byrjaði daginn með fjögurra högga forystu, en náði mest sjö högga forystu á einum tímapunkti. Mögulega hefur farið örlítið um stuðningsmenn Schefflers þegar hann nældi sér í tvöfaldan skolla á áttundu braut, en hann svaraði því með fugli á þeirri níundu og var fljótur að rétta úr kútnum á ný. Scheffler endaði daginn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Alls lék hann hringina fjóra á 17 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Harris English sem endaði annar. Það var svo Chris Gotterup sem endaði þriðji á 12 höggum undir pari. Allt það helsta frá deginum í dag má sjá í spilaranum að ofan. Í þeim að neðan má sjá það helsta frá gærdeginum á Opna mótinu úr Sportpakka Sýnar. Opna breska Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Scheffler var með örugga forystu fyrir lokahringinn í dag og þurfti í raun aldrei að hafa miklar áhyggjur af því að nokkur myndi ógna forskoti hans. Klippa: Scheffler vann með yfirburðum Hann byrjaði daginn með fjögurra högga forystu, en náði mest sjö högga forystu á einum tímapunkti. Mögulega hefur farið örlítið um stuðningsmenn Schefflers þegar hann nældi sér í tvöfaldan skolla á áttundu braut, en hann svaraði því með fugli á þeirri níundu og var fljótur að rétta úr kútnum á ný. Scheffler endaði daginn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Alls lék hann hringina fjóra á 17 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Harris English sem endaði annar. Það var svo Chris Gotterup sem endaði þriðji á 12 höggum undir pari. Allt það helsta frá deginum í dag má sjá í spilaranum að ofan. Í þeim að neðan má sjá það helsta frá gærdeginum á Opna mótinu úr Sportpakka Sýnar.
Opna breska Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira