Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2025 07:02 Lineker er síðasti Englendingurinn sem lék fyrir Barcelona. Vísir/Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“ Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira