Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. júlí 2025 08:49 Macron Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Frakkland er fyrsta G7 ríkið sem tekur þá ákvörðun. AP Photo/Michel Euler Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu. Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu.
Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09