Skoðun

Tekur sér stöðu með Evrópu­sam­bandinu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur.

Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum.

Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bret­land í nokk­ur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur.

Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum.

Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×