Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. október 2025 08:02 Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Húsnæðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun