Fótbolti

Reisa varan­legan minnis­varða um Jota úr endur­unnu efni

Siggeir Ævarsson skrifar
Gríðarlegt magn af blómum, treflum og fleiri hlutum hefur verið lagt niður við Anfield í minningu Diogo Jota síðustu vikur
Gríðarlegt magn af blómum, treflum og fleiri hlutum hefur verið lagt niður við Anfield í minningu Diogo Jota síðustu vikur Vísir/Getty

Forsvarsmenn Liverpool hafa tilkynnt að varanlegur minnisvarði um Diogo Jota verði reistur við Anfield en efnið í hann verður sótt í hluti sem skildir hafa verið eftir við völlinn undanfarið til að minnast Jota.

Magnið sem hefur verið skilið eftir er gríðarlegt en til að mynda eru blómvendir þar í þúsundatali. Þeir verða nú endurnýttir ásamt öðrum munum.

„Blómin verða sett í moltugerð og notuð í blómabeð allt í kringum völlinn og æfingasvæðin. Restin af mununum verður svo endurunnin af fyrirtæki sem sérhæfir sig í svona vinnu og notuð í að búa til minningar skúlptúr sem verður miðpunktur endurminninga og kveðja á Anfield.“

Leikmenn Liverpool munu einnig spila með „Forever 20“ merki á treyjum sínum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×