Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:31 Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Sama hvað það kostaði og burt séð frá því hvort almenningi líkaði það betur eða verr. Nýleg könnun Maskínu frá 24. júlí sl. sýnir sterka vísbendingu um að málþóf og tafaleikir stjórnarandstöðunnar skili henni engu nema fylgistapi og skömm. Það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að tafaleikir stjórnarandstöðunnar og málþóf voru ekki að falla í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Engu að síður héldu þessir þrír flokkar áfram skemmdarverkastarfsemi sinni og þæfðu mál ríkisstjórnarinnar, jafnvel mál sem áttu rætur sínar að rekja til fyrri ríkisstjórnar. Óánægja fólks með málþóf og tafir skipti minnihlutann engu máli. Tafaleikir og málþóf var viðhaft á öllum stigum þinglegrar meðferðar í nánast öllum málum við 1. umræðu, í nefndarstörfum, í 2. umræðu og jafnvel í 3. umræðu sem er fáheyrt. Það varð fljótt ljóst að drifkraftur stjórnarandstöðunnar til skemmdarverka var annar en hagsmunir almennings. Hvatningin til málþófs kom nánast öll úr einni átt, frá samtökum útgerðanna. Djöflast í Flokki fólksins og formanni hans Það hefur farið í taugarnar á stjórnarandstöðunni hvað ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa henni að baki starfa vel saman. Samheldnin er einstök og því meira sem mótvindar blása því samhentari og sterkari verður ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta hefur framkallað biturð og pirring hjá minnihlutanum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að úthúða Flokki fólksins og formanni hans, enda telja Sjálfstæðismenn og jafnvel Miðflokksmenn sem héldu að þeir gætu gengið að samstarfi við Flokk fólksins vísu að loknum kosningum að þeir eigi harma að hefna. Þrátt fyrir málþóf og ósvífni minnihlutans við að tefja mál tókst að afgreiða 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál varð eftir í nefndum þingsins. Það var ekki hvað síst fyrir röggsemi þingmanna Flokks fólksins í nefndarstörfum. Brýn öryggismál einnig tafin Eitt þeirra mála sem minnihlutanum tókst að koma í veg fyrir að næði fram að ganga var frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála. Einnig stöðvaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Þjóðinni sendur fingurinn Með málþófi og tafaleikjum tókst Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir samþykkt 16 frumvarpa Viðreisnar, 10 frumvarpa Samfylkingarinnar og 9 frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsaleigu. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var ekki heldur gefið grið. Það var sorglegt að sjá jafnt reyndari þingmenn jafnt sem óreynda varaþingmenn stjórnarandstöðunnar leggja allt í sölurnar í vörnum fyrir stórútgerðina. En kannanir sýna að þar sáðu þessir þrír flokkar ekki til góðrar uppskeru. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu. Sama hvað það kostaði og burt séð frá því hvort almenningi líkaði það betur eða verr. Nýleg könnun Maskínu frá 24. júlí sl. sýnir sterka vísbendingu um að málþóf og tafaleikir stjórnarandstöðunnar skili henni engu nema fylgistapi og skömm. Það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að tafaleikir stjórnarandstöðunnar og málþóf voru ekki að falla í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Engu að síður héldu þessir þrír flokkar áfram skemmdarverkastarfsemi sinni og þæfðu mál ríkisstjórnarinnar, jafnvel mál sem áttu rætur sínar að rekja til fyrri ríkisstjórnar. Óánægja fólks með málþóf og tafir skipti minnihlutann engu máli. Tafaleikir og málþóf var viðhaft á öllum stigum þinglegrar meðferðar í nánast öllum málum við 1. umræðu, í nefndarstörfum, í 2. umræðu og jafnvel í 3. umræðu sem er fáheyrt. Það varð fljótt ljóst að drifkraftur stjórnarandstöðunnar til skemmdarverka var annar en hagsmunir almennings. Hvatningin til málþófs kom nánast öll úr einni átt, frá samtökum útgerðanna. Djöflast í Flokki fólksins og formanni hans Það hefur farið í taugarnar á stjórnarandstöðunni hvað ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa henni að baki starfa vel saman. Samheldnin er einstök og því meira sem mótvindar blása því samhentari og sterkari verður ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta hefur framkallað biturð og pirring hjá minnihlutanum. Hvert tækifæri hefur verið notað til að úthúða Flokki fólksins og formanni hans, enda telja Sjálfstæðismenn og jafnvel Miðflokksmenn sem héldu að þeir gætu gengið að samstarfi við Flokk fólksins vísu að loknum kosningum að þeir eigi harma að hefna. Þrátt fyrir málþóf og ósvífni minnihlutans við að tefja mál tókst að afgreiða 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál varð eftir í nefndum þingsins. Það var ekki hvað síst fyrir röggsemi þingmanna Flokks fólksins í nefndarstörfum. Brýn öryggismál einnig tafin Eitt þeirra mála sem minnihlutanum tókst að koma í veg fyrir að næði fram að ganga var frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála. Einnig stöðvaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Þjóðinni sendur fingurinn Með málþófi og tafaleikjum tókst Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir samþykkt 16 frumvarpa Viðreisnar, 10 frumvarpa Samfylkingarinnar og 9 frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsaleigu. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var ekki heldur gefið grið. Það var sorglegt að sjá jafnt reyndari þingmenn jafnt sem óreynda varaþingmenn stjórnarandstöðunnar leggja allt í sölurnar í vörnum fyrir stórútgerðina. En kannanir sýna að þar sáðu þessir þrír flokkar ekki til góðrar uppskeru. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun