Fótbolti

Frum­sýning Wirtz engin flug­eldasýning

Siggeir Ævarsson skrifar
Florian Wirtz lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag
Florian Wirtz lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag Vísir/Getty

Liverpool og AC Milan mættust í æfingaleik í Hong Kong í dag þar sem ítalska liðið fór með nokkuð öruggan 4-2 sigur af hólmi.

Florian Wirtz lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag en hann byrjaði leikinn í fremstu víglínu. Hann náði ekki að setja mark sinn á leikinn og fór af velli í hálfleik.

Bæði lið nýttu skiptingar sínar til hins ítrasta en alls tóku 43 leikmenn þátt í leiknum í dag. Varamaðurinn Noah Okafor skoraði tvö mörk fyrir AC Milan.

Rafael Leao kom Milan yfir á 10. mínútu en Dominik Szoboszlai jafnaði metin á þeirri 26. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×