Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 06:31 Scottie Scheffler með bikarinn eftir sigurinn á Opna meistaramótinu þar sem hann fór á kostum. Getty/Richard Heathcote Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler komst ekki aðeins í fréttirnar fyrir frábæra frammistöðu sína á Opna meistaramótinu á dögunum því atvik tengt einu höggi hans fór einnig á mikið flug á netinu. Scheffler spilaði frábærlega á síðasta risamóti ársins og vann með nokkrum yfirburðum. Hann sá til þess að það var aldrei mikil spenna á lokadeginum. Þetta er annað risamótið sem Scottie Scheffler vinnur á árinu og það fjórða á ferlinum. Hann er langefstur á bæði tekjulistanum og á heimslistanum. Ein vinsælasta klippan með honum frá opna mótinu fór á mikið flug á netinu og þá mátti alls ekki slökkva á hljóðinu. Scheffler var að slá í beinni útsendingu og sló ágætis högg sem fór næstum því í holu. Eftir að hann sló þá heyrðist eitt langt og hátt prump sem hljóðnemarnir náðu vel. Lýsendurnir fóru báðu að skellihlæja og sögðu meðal annars: „Það er svo mikið hægt að segja um þetta högg.“ Var þetta áhorfandi, lýsendurnir sjálfir eða hvaða kom þetta prump? View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Scheffler sjálfur var hins vegar ekkert að fela sig eða sín búkhljóð. „Já þetta var ég. Ó já þetta var ég. Ég meina, þú ert út á golfvellinum í sex klukkutíma og þú ert líka að borða öðruvísi mat þarna. Þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Scottie Scheffler í viðtali í Pardon My Take þættinum. Scheffler er ekki aðeins að ná Tiger Woods hæðum í golfinu heldur hefur hann einnig húmor fyrir sjálfum sér. Það sést sem dæmi í nýju Happy Gilmore myndinni þar sem hann er leiddur í burtu í handjárnum. „Ekki aftur,“ heyrist í Scheffler í myndbrotinu sem hefur verið notað til að auglýsa myndina. Mikla athygli vakti þegar hann var handtekinn fyrir utan golfvöllinn í miðju PGA meistaramótinu árið 2024 eftir að hafa lent upp á kant við lögreglumann. Scheffler var líka á mannlegum nótunum á blaðamannafundi fyrir Opna meistaramótið þar sem hann talaði um lífsfyllinguna og að hver sigur hans á golfvellinum skilaði ekki miklu á þeim vettvangi. Mikil gleði í nokkrar mínútur og svo væri það búið. Það er þessi mannlegi þáttur í beinum tengslum við stórkostlega spilamennsku Scheffler sem mun aðeins gera hann enn stærri og enn vinsælli í golfheiminum. Hvað er þá eitt hátt prump í miðri útsendingu á milli manna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) Golf Opna breska Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Scheffler spilaði frábærlega á síðasta risamóti ársins og vann með nokkrum yfirburðum. Hann sá til þess að það var aldrei mikil spenna á lokadeginum. Þetta er annað risamótið sem Scottie Scheffler vinnur á árinu og það fjórða á ferlinum. Hann er langefstur á bæði tekjulistanum og á heimslistanum. Ein vinsælasta klippan með honum frá opna mótinu fór á mikið flug á netinu og þá mátti alls ekki slökkva á hljóðinu. Scheffler var að slá í beinni útsendingu og sló ágætis högg sem fór næstum því í holu. Eftir að hann sló þá heyrðist eitt langt og hátt prump sem hljóðnemarnir náðu vel. Lýsendurnir fóru báðu að skellihlæja og sögðu meðal annars: „Það er svo mikið hægt að segja um þetta högg.“ Var þetta áhorfandi, lýsendurnir sjálfir eða hvaða kom þetta prump? View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Scheffler sjálfur var hins vegar ekkert að fela sig eða sín búkhljóð. „Já þetta var ég. Ó já þetta var ég. Ég meina, þú ert út á golfvellinum í sex klukkutíma og þú ert líka að borða öðruvísi mat þarna. Þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Scottie Scheffler í viðtali í Pardon My Take þættinum. Scheffler er ekki aðeins að ná Tiger Woods hæðum í golfinu heldur hefur hann einnig húmor fyrir sjálfum sér. Það sést sem dæmi í nýju Happy Gilmore myndinni þar sem hann er leiddur í burtu í handjárnum. „Ekki aftur,“ heyrist í Scheffler í myndbrotinu sem hefur verið notað til að auglýsa myndina. Mikla athygli vakti þegar hann var handtekinn fyrir utan golfvöllinn í miðju PGA meistaramótinu árið 2024 eftir að hafa lent upp á kant við lögreglumann. Scheffler var líka á mannlegum nótunum á blaðamannafundi fyrir Opna meistaramótið þar sem hann talaði um lífsfyllinguna og að hver sigur hans á golfvellinum skilaði ekki miklu á þeim vettvangi. Mikil gleði í nokkrar mínútur og svo væri það búið. Það er þessi mannlegi þáttur í beinum tengslum við stórkostlega spilamennsku Scheffler sem mun aðeins gera hann enn stærri og enn vinsælli í golfheiminum. Hvað er þá eitt hátt prump í miðri útsendingu á milli manna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
Golf Opna breska Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira