Erlent

Skot­á­rás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrir­fór sér

Agnar Már Másson skrifar
Fimm voru skotnir til bana.
Fimm voru skotnir til bana. Getty

Hið minnsta sex eru látnir í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að maður hleypti af skotum á markaði, að sögn taílensku lögreglunnar.

Meðal látinna er árásarmaðurinn en hann svipti sig sjálfur lífi, að því er Charin Gopatta, varalögreglustjóri á höfuðborgarsvæði Taílands, segir við Reuters.

Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að lögreglan reyni nú að finna deili á manneskjunni og tilefni skotárásarinnar.

Lögreglan á vettvangi í Bangkok í dag en árásin varð um hádegi á staðartíma, en Bangkok er sjö klukkustundum á undan Íslandi.Getty

Hinir fimm drepnu voru öryggisverðir, segir enn fremur í yfirlýsingunni.

Í myndefni sem lögreglan deildi með má sjá mann með hvítan hatt og bakpoka ganga um bílastæðið á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×