Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Jón Þór Stefánsson skrifar 28. júlí 2025 11:18 Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson ræddu um swing-senuna í Bítinu á Bylgjunni. Bylgjan Parið Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson eru virkir þátttakendur í swing-samfélaginu hér á landi. Þau segja ósköp venjulegt fólk taka þátt í senunni, en að margir vilji þó ekki hafa hátt um það. Þau hafa komið á fót nýju hlaðvarpi, Taboo, þar sem þau fjalla um þennan lífstíl. Þau segjast meðal annars hafa gert það vegna þess að fólk var farið að spyrja þau út í swing-ið og slúðra um þau. Árni og Guðrún ræddu um swing-senuna hér á landi í Bítinu á Bylgjunni. „Flestir sjá þetta fyrir sér þannig að það sé verið að skiptast á mökum, sem þetta er ekki endilega alltaf. Það eru mismunandi tegundir af swingi,“ segir Árni. „Við förum út í þetta fyrir ekki svo löngu síðan, ári eða einu og hálfu ári, og byrjum að kanna þennan lífstíl. Það fer að kvissast út að við séum í raun að gera eitthvað öðruvísi. Þá fer fólk að spyrja og slúðra. Við vildum eiginlega bara ræða þetta, og það er ein af helstu ástæðum þess að við byrjuðum með hlaðvarpið okkar.“ Þessu fyrstu skref, hvernig fara þau af stað? „Í swing-heiminum, myndi ég segja að það hafi byrjað þegar við fórum á klúbba erlendis. Þeir eru oft kallaðir kynlífsklúbbar, en oft eru þetta svokallaðir swing-klúbbar. Þar eru oft pör að mæta, eru að mingla, og þar gerast alls konar hlutir. Það voru okkar fyrstu skref. Fyrir þann tíma vorum við búin að opna sambandið okkar. Þannig að samtalið um swing-ið var kannski ekki eins erfitt fyrir okkur og það er fyrir mörg sem eru alveg í lokuðu sambandi.“ Getur verið erfitt að eiga samtalið Að sögn Guðrúnar getur verið erfitt að eiga samtal við makann sinn um að taka skref í þessa átt. „Það er alveg erfitt. Maður þarf að eiga tæki og tól í töskunni sinni til þess að eiga þetta samtal, og gera það á eins virðingarríkan hátt og hægt er.“ Maður getur alveg ímyndað sér að þetta sé ákveðin höfnun fyrir þann sem fær þessa spurningu um að opna sambandið eða swinga? „Já, upphaflega getur það verið það alveg verið það, en ég held að það blundi í mörgum að vera í svona pælingum,“ segir Guðrún. „Þetta er kannski eitthvað sem maður viðurkennir ekki alveg fyrir sjálfum sér að sé þarna.“ Endar ekki alltaf vel Árni segir að það eigi til að enda illa þegar fólk fari út í swing-senuna á röngum forsendum. „Ég held að hvert og eitt einasta par sem fer út í þetta er með sína ástæðu. Ég held að mjög oft, og það eru kannski slæmu sögurnar sem maður heyrir, þá er verið að gera þetta út af einhverri vöntun eða að það sé verið að prófa eitthvað nýtt til að krydda upp á kynlífið eða eitthvað svoleiðis. Og þá kannski endar þetta ekki alltaf neitt rosalega vel,“ segir Árni. „En það geta líka verið mjög fallegar ástæður fyrir þessu. Eins og til dæmis maður og kona sem eru í sambandi, og annað þeirra vill prófa að vera með einhverjum af sama kyni, er tvíkynhneigður eða álíka.“ Árni telur til dæmis að það sé algengt að konur vilji prófa að vera með öðrum konum, og með því að swing-a fái þær öruggt rými til að prófa sig áfram í því. „Þar fær hún kannski eitthvað sem maðurinn getur ekki veitt henni. Í staðinn fyrir að opna sambandið og ætla að fara að deita aðrar konur þá geta þau gert það í sameiningu.“ Hvernig er með fjölskylduboðin ykkar? „Ég myndi segja að þetta sé komið í ágætis farveg núna,“ segir Árni. Engin birti andlitsmyndir Árni segir að samskipti fólks í swing-heiminum fari fyrst og fremst fram á tiltekinni vefsíðu. Um sé að ræða eins konar stefnumótasíðu, þar sem fólk stofnar reikning og setur inn myndir. „Nánast enginn er með myndir af andlitinu sínu. Það er eiginlega bara myndir sem sýna eitthvað sem þú getur ekki tengt við,“ segir Árni sem tekur fram að þau tvö séu mjög opin. „Nánast öll pörin sem við höfum hitt eru ósköp venjulegt fólk. Þetta eru kennarar, bankastarfsmenn, bara hefðbundið fólk. Þetta er svona taboo af því að fólk er hrætt við umtalið, við það sem yfirmaðurinn muni segja. En samt sem áður veit yfirmaðurinn þinn alveg að þú stundar kynlíf.“ Þrjúhundruð manna hittingur Guðrún segir að þau Árni hafi farið á viðburð hér á landi þar sem öllum úr íslensku swing-senunni var boðið. „Það er árlegur viðburður sem er haldinn þar sem öllu samfélaginu er boðið og þau hittast saman. Þetta hafa verið tvö- eða þrjúhundruð manns sem koma á það,“ segir Guðrún sem tekur fram að sá viðburður sé hittingur og þar sé fólk ekki að „leika“. „Þú ert bara að hitta fólkið og sjá hver er á bak við notendanafnið. Auðvitað vill fólk, og treystir því að það sé nafnleynd þar,“ segir hún og bætir við að á þessum viðburðum vilji fólk oft frekar notast við notendanöfnin á umræddri vefsíðu frekar en sín eiginlegu nöfn. Árni bendir þó á að ef fólk mætir á 300 manna viðburð séu umtalsverðar líkur á því að maður rekist á einhvern sem maður þekkir. „Við hittum alveg fólk sem við þekktum og könnumst við. Ef þú hittir Jóa frænda þinn þar, þá kannski heilsar þú honum, og svo í næsta fjölskylduboði eruð þið ekkert að ræða það ef hann vill það ekki.“ Ástin og lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Þau hafa komið á fót nýju hlaðvarpi, Taboo, þar sem þau fjalla um þennan lífstíl. Þau segjast meðal annars hafa gert það vegna þess að fólk var farið að spyrja þau út í swing-ið og slúðra um þau. Árni og Guðrún ræddu um swing-senuna hér á landi í Bítinu á Bylgjunni. „Flestir sjá þetta fyrir sér þannig að það sé verið að skiptast á mökum, sem þetta er ekki endilega alltaf. Það eru mismunandi tegundir af swingi,“ segir Árni. „Við förum út í þetta fyrir ekki svo löngu síðan, ári eða einu og hálfu ári, og byrjum að kanna þennan lífstíl. Það fer að kvissast út að við séum í raun að gera eitthvað öðruvísi. Þá fer fólk að spyrja og slúðra. Við vildum eiginlega bara ræða þetta, og það er ein af helstu ástæðum þess að við byrjuðum með hlaðvarpið okkar.“ Þessu fyrstu skref, hvernig fara þau af stað? „Í swing-heiminum, myndi ég segja að það hafi byrjað þegar við fórum á klúbba erlendis. Þeir eru oft kallaðir kynlífsklúbbar, en oft eru þetta svokallaðir swing-klúbbar. Þar eru oft pör að mæta, eru að mingla, og þar gerast alls konar hlutir. Það voru okkar fyrstu skref. Fyrir þann tíma vorum við búin að opna sambandið okkar. Þannig að samtalið um swing-ið var kannski ekki eins erfitt fyrir okkur og það er fyrir mörg sem eru alveg í lokuðu sambandi.“ Getur verið erfitt að eiga samtalið Að sögn Guðrúnar getur verið erfitt að eiga samtal við makann sinn um að taka skref í þessa átt. „Það er alveg erfitt. Maður þarf að eiga tæki og tól í töskunni sinni til þess að eiga þetta samtal, og gera það á eins virðingarríkan hátt og hægt er.“ Maður getur alveg ímyndað sér að þetta sé ákveðin höfnun fyrir þann sem fær þessa spurningu um að opna sambandið eða swinga? „Já, upphaflega getur það verið það alveg verið það, en ég held að það blundi í mörgum að vera í svona pælingum,“ segir Guðrún. „Þetta er kannski eitthvað sem maður viðurkennir ekki alveg fyrir sjálfum sér að sé þarna.“ Endar ekki alltaf vel Árni segir að það eigi til að enda illa þegar fólk fari út í swing-senuna á röngum forsendum. „Ég held að hvert og eitt einasta par sem fer út í þetta er með sína ástæðu. Ég held að mjög oft, og það eru kannski slæmu sögurnar sem maður heyrir, þá er verið að gera þetta út af einhverri vöntun eða að það sé verið að prófa eitthvað nýtt til að krydda upp á kynlífið eða eitthvað svoleiðis. Og þá kannski endar þetta ekki alltaf neitt rosalega vel,“ segir Árni. „En það geta líka verið mjög fallegar ástæður fyrir þessu. Eins og til dæmis maður og kona sem eru í sambandi, og annað þeirra vill prófa að vera með einhverjum af sama kyni, er tvíkynhneigður eða álíka.“ Árni telur til dæmis að það sé algengt að konur vilji prófa að vera með öðrum konum, og með því að swing-a fái þær öruggt rými til að prófa sig áfram í því. „Þar fær hún kannski eitthvað sem maðurinn getur ekki veitt henni. Í staðinn fyrir að opna sambandið og ætla að fara að deita aðrar konur þá geta þau gert það í sameiningu.“ Hvernig er með fjölskylduboðin ykkar? „Ég myndi segja að þetta sé komið í ágætis farveg núna,“ segir Árni. Engin birti andlitsmyndir Árni segir að samskipti fólks í swing-heiminum fari fyrst og fremst fram á tiltekinni vefsíðu. Um sé að ræða eins konar stefnumótasíðu, þar sem fólk stofnar reikning og setur inn myndir. „Nánast enginn er með myndir af andlitinu sínu. Það er eiginlega bara myndir sem sýna eitthvað sem þú getur ekki tengt við,“ segir Árni sem tekur fram að þau tvö séu mjög opin. „Nánast öll pörin sem við höfum hitt eru ósköp venjulegt fólk. Þetta eru kennarar, bankastarfsmenn, bara hefðbundið fólk. Þetta er svona taboo af því að fólk er hrætt við umtalið, við það sem yfirmaðurinn muni segja. En samt sem áður veit yfirmaðurinn þinn alveg að þú stundar kynlíf.“ Þrjúhundruð manna hittingur Guðrún segir að þau Árni hafi farið á viðburð hér á landi þar sem öllum úr íslensku swing-senunni var boðið. „Það er árlegur viðburður sem er haldinn þar sem öllu samfélaginu er boðið og þau hittast saman. Þetta hafa verið tvö- eða þrjúhundruð manns sem koma á það,“ segir Guðrún sem tekur fram að sá viðburður sé hittingur og þar sé fólk ekki að „leika“. „Þú ert bara að hitta fólkið og sjá hver er á bak við notendanafnið. Auðvitað vill fólk, og treystir því að það sé nafnleynd þar,“ segir hún og bætir við að á þessum viðburðum vilji fólk oft frekar notast við notendanöfnin á umræddri vefsíðu frekar en sín eiginlegu nöfn. Árni bendir þó á að ef fólk mætir á 300 manna viðburð séu umtalsverðar líkur á því að maður rekist á einhvern sem maður þekkir. „Við hittum alveg fólk sem við þekktum og könnumst við. Ef þú hittir Jóa frænda þinn þar, þá kannski heilsar þú honum, og svo í næsta fjölskylduboði eruð þið ekkert að ræða það ef hann vill það ekki.“
Ástin og lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning