Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2025 07:00 Evrópumeistarinn Hannah Hampton. Richard Sellers/Getty Images Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira
Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira