„Vorum búnir að vera miklu betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:48 Magnús Már í djúpum pælingum. vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. „Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira