Sögulegur klæðnaður á dreglinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júlí 2025 17:03 Leikararnir Chad Michael Murray, Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freakier Friday í New York í gær. Jamie McCarthy/Getty Images for Disney Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray. Kvikmyndin Freaky Friday með ofantöldum leikurum sló í gegn árið 2003 og nú 22 árum seinna er framhaldsmynd mætt í kvikmyndahús. Árið 2003 var Chad Michael Murray einhver heitasti hjartaknúsari senunnar en það hefur lítið á honum borið yfir síðustu tvo áratugina. Lindsay Lohan, sem sló upphaflega í gegn í tvöföldu hlutverki sem tvíburasysturnar Annie og Hallie í ikonísku gamanmyndinni Parent Trap, hefur farið í gegnum hæðir og lægðir á sínum ferli en virðist eiga öfluga endurkomu um þessar mundir. Hún skín allavega gríðarlega skært í hvert sinn á dreglinum í klæðnaði sem minnir stundum á söguleg lúkk hennar úr Parent Trap. „Smá glans, smá silki, fullt af ást og smá innblástur frá Hallie Parker,“ skrifaði Lohan undir þessa mynd af sér á Instagram og vísar þar til annarrar tvíburasysturinnar í Parent Trap. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) Kjóllinn er frá ítölsku tískugoðsögninni Roberto Cavalli. Lindsay Lohan samdægurs komin í kjól frá Roberto Cavalli. XNY/Star Max/GC Images Í gærdag rokkaði hún ljósgula köflótta pilsadragt frá hátískuhúsinu Balmain með gula spöng í stíl. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) „Annie James orka með smá Freakier Friday tvisti,“ skrifar Lohan við myndina. Lindsay Lohan glæsileg í Balmain. Aeon/GC Images Freakier Friday er væntanleg í kvikmyndahús hérlendis 7. ágúst næstkomandi og því tilvalið fyrir aðdáendur að fara 22 ár aftur í tímann og rifja fyrri myndina upp. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Kvikmyndin Freaky Friday með ofantöldum leikurum sló í gegn árið 2003 og nú 22 árum seinna er framhaldsmynd mætt í kvikmyndahús. Árið 2003 var Chad Michael Murray einhver heitasti hjartaknúsari senunnar en það hefur lítið á honum borið yfir síðustu tvo áratugina. Lindsay Lohan, sem sló upphaflega í gegn í tvöföldu hlutverki sem tvíburasysturnar Annie og Hallie í ikonísku gamanmyndinni Parent Trap, hefur farið í gegnum hæðir og lægðir á sínum ferli en virðist eiga öfluga endurkomu um þessar mundir. Hún skín allavega gríðarlega skært í hvert sinn á dreglinum í klæðnaði sem minnir stundum á söguleg lúkk hennar úr Parent Trap. „Smá glans, smá silki, fullt af ást og smá innblástur frá Hallie Parker,“ skrifaði Lohan undir þessa mynd af sér á Instagram og vísar þar til annarrar tvíburasysturinnar í Parent Trap. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) Kjóllinn er frá ítölsku tískugoðsögninni Roberto Cavalli. Lindsay Lohan samdægurs komin í kjól frá Roberto Cavalli. XNY/Star Max/GC Images Í gærdag rokkaði hún ljósgula köflótta pilsadragt frá hátískuhúsinu Balmain með gula spöng í stíl. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) „Annie James orka með smá Freakier Friday tvisti,“ skrifar Lohan við myndina. Lindsay Lohan glæsileg í Balmain. Aeon/GC Images Freakier Friday er væntanleg í kvikmyndahús hérlendis 7. ágúst næstkomandi og því tilvalið fyrir aðdáendur að fara 22 ár aftur í tímann og rifja fyrri myndina upp.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira