Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2025 20:17 Ingibjörg Elva Sigurðardóttir (til vinstri) og Auður Friðgerður Thorlacius Halldórsdóttir, konurnar í Hjónabandinu en með þeim er Jens Sigurðsson. Jón Ólafsson var með þeim en hann er látinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn. Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira