Lífið

Katrín Edda selur í Hlíðunum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Íbúðin er á fjórðu hæð fjölbýlishúss sem var reist á sjöunda áratugnum.
Íbúðin er á fjórðu hæð fjölbýlishúss sem var reist á sjöunda áratugnum.

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og vélaverkfræðingur, hefur sett 83 fermetra íbúð sína í Stigahlíð 34 á sölu en ásett verð er 68,5 milljónir.

Katrín Edda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Fallega íbúðin mín í Stigahlíðinni góðu er komin á sölu. Fullkomin fyrsta eign, nýlegt eldhús og baðherbergi, rúmgóð og auðvitað í besta hverfinu með mömmu mína í sömu götu,“ skrifar Katrín í færslunni. Einnig kemur fram að í dag hafi verið opið hús í íbúðinni.

Katrín Edda býr í Stuttgart ásamt eiginmanni sínum, Markus Wasserbaech og tveimur börnum þeirra. Hún er jafnframt vinsæll áhrifavaldur á Instagram með tæplega 33 þúsund fylgjendur.

Eldhúsið er með hvíta innréttingu og marmarahelluborð.Landmark
Smart innrétting.Landmark
Útsýnið af svölunum.Landmark

Um er að ræða þriggja herbergja 83 fermetra parketlagða íbúð á fjórðu hæð í blokk í Hlíðunum. Nýlega er búið að endurnýja glugga, járn og pappa á þaki, þakrennur og niðurföll og múverk hússins. 

Íbúðin skiptist í forstofu með skáp, rúmgóða borðstofu þar sem útgengt er á svalir, eldhús með hvítri innréttinug, helluborði og bakaraofni, flísalögðu baðherbergi, hjónaherbergi með fataskápum og barnaherbergi. 

Hjónaherbergið er nokkuð rúmgott.Landmark
Stofan er björt og rúmgóð.Landmark

Þá er sérgeymsla á jarðhæð auk sameiginlegrar vagna-og hjólageymslu, þvottahúsi og þurrkherbergi. Hægt er að skoða fasteignina nánar á Fasteignavef Vísis.

Loftmynd af Stigahlíðinni.Landmark





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.