„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2025 20:49 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í fyrri leiknum í Póllandi. EPA/Jakub Kaczmarczyk „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
„Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira