„Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 12:32 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur engar áhyggjur af látum í stúkunni á leiknum í kvöld. vísir / ívar Undirbúningur er á fullu hjá Víkingi fyrir leikinn gegn albanska liðinu Vllaznia. Huga þarf að mörgu og mögulega bæta við öryggisgæsluna, í ljósi þess sem gerðist þegar sama lið heimsótti Hlíðarenda í fyrra. Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira