„Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 12:32 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur engar áhyggjur af látum í stúkunni á leiknum í kvöld. vísir / ívar Undirbúningur er á fullu hjá Víkingi fyrir leikinn gegn albanska liðinu Vllaznia. Huga þarf að mörgu og mögulega bæta við öryggisgæsluna, í ljósi þess sem gerðist þegar sama lið heimsótti Hlíðarenda í fyrra. Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira