Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2025 23:48 Víkingarnir voru snúnir við þegar stuðningsmenn Bröndby réðust skyndilega að þeim. skjáskot Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32