Fótbolti

Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær.
Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær. Sýn Sport

Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 

Klippa: Lætin í stuðningsmönnum Bröndby

Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan veltu stuðningsmenn Bröndby ferðaklósetti um koll og ollu margra milljóna tjóni á eigum Víkings.

Þeim var vísað út af leikvanginum af lögreglu en létu ekki segjast til og reyndu að brjóta sér aftur leið inn á völlinn. Þegar lögreglan stóð í vegi fyrir þeim lömdu þeir frá sér og öryggisgæslan steig á milli. 

Stuðningsmaður Víkings, sem virtist ekkert hafa unnið sér til saka annað en að standa í stúkunni, var síðan skallaður af stuðningsmanni Bröndby.

Meiriháttar áflog brutust út á Víkingsvellinum og héldu svo áfram. Stuðningsmenn Bröndby létu sér ekki nægja að valda usla á vellinum og lögðu leið sína á Ölver í Glæsibæ, þar sem þeir réðust á stuðningsmenn Víkings.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×