Lífið

Bay segir skilið við Smith

Jón Þór Stefánsson skrifar
Michael Bay og Will Smith hafa áður starfað saman.
Michael Bay og Will Smith hafa áður starfað saman. EPA

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Hollywood Reporter greinir frá þessu.

Umrædd kvikmynd mun bera titilinn Fast and Loose, og er sögð fjalla um undirheimajöfur sem missir minnið og kemst smátt og smátt að því að hann hefur einnig verið útsendari bandarísku leyniþjónustunnar.

Sýningarréttur myndarinnar hefur verið seldur til Netflix, og eiga tökur að hefjast á næsta ári.

Í október síðastliðnum var greint frá því að Michael Bay myndi leikstýra verkinu. Hann hefur þó ákveðið að segja skilið við verkefnið. Það er sagt vera vegna listræns ágreinings við aðalstjörnuna, Smith.

Bay og Smith hafa áður starfað saman. Bay leikstýrði Bad Boys og framhaldsmynd hennar, frá 1995 og 2003, en þar var Smith í aðalhlutverki ásamt Martin Laweence.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.