Körfubolti

Þýska­land lagði Slóvena í undir­búningi fyrir Eurobasket

Árni Jóhannsson skrifar
Luka Doncic í baráttunni Isaac Bonga í kvöld.
Luka Doncic í baráttunni Isaac Bonga í kvöld. Jurij Kodrun/Getty

Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim.

Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi.

Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu.

Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá.

Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×