Lífið

Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sam­einast í gleðinni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð klukkan tvö.
Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð klukkan tvö. Vísir/Viktor Freyr

Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með Gleðigöngunni. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Í fréttatilkynningu segir að gangan sé í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju í Hljómskálagarðinn klukkan tvö, en þar tekur við þétt dagskrá. Venju samkvæmt slúttar Páll Óskar hátíðinni með tónlistarflutningi en Inspector Spacetime, TORFI, Chardonnay Drag, Crisartista, Chardonnay Away og Álfgrímur stíga einnig á svið. 

Þá flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hátíðarræðu. 

Veðurspáin í borginni er góð og búast má við miklum fjölda fólks í miðborginni í dag.

Götulokanir eru í gildi í miðborginni frá klukkan átta til sex. Reykjavíkurborg biður vegfarendur um að sýna þolinmæði og skilning. 

Reykjavíkurborg

Tengdar fréttir

Viðrar vel til gleðigöngu

Minnkandi lægðasvæði austur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því norðlæg eða norðvestlæg, víða gola eða kaldi og súld eða rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu suðvestan- og vestantil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.