Innlent

Tíu metra djúp hola í ísnum á vin­sælli göngu­leið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lítið ber á svelgnum að sögn björgunarsveitarmanna.
Lítið ber á svelgnum að sögn björgunarsveitarmanna. Dagrenning

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli varar ferðalanga við svelgi skammt rétt við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Nánar tiltekið er svelgurinn í gilinu sunnan við Fimmvörðuskála.

Þar þarf að ganga yfir ís á um 150 metra kafla og neðan við gönguleiðina er um tíu metra djúpur svelgur sem björgunarsveitin segir lítið bera á.

Svelgur er hola í jökli sem myndast þegar vatn rennur um jökulinn. Dagrenningarmenn hafa komið upp línu til stuðnings yfir mestan hluta jökulsins sem göngufólk þarf að troða undir fótum en vara þó við að línan tryggi ekki öryggi fullkomlega.

„Línan er sett upp eingöngu til stuðnings og tryggir aldrei fullkomlega öryggi göngufólks, biðjum við ykkur því að fara gætilega þarna yfir,“ segir í færslu Dagrenningar á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×