Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 19:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar „Þetta er ótrúlega spennandi og forréttindi að vera í þessari stöðu; að spila leik af þessu kaliberi með mikið undir,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um leik morgundagsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli. Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira