Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 18:36 Davíð Smári Lamude og hans menn í Vestra eiga fyrir höndum stærsta leikinn í sögu félagsins. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53