Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:33 Vestramenn mótmæltu dómnum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sýn Sport Í Stúkunni í gærkvöld mátti heyra upptöku af samskiptum dómara við aðstoðardómara og leikmenn í Garðabænum á sunnudag, þegar mark var dæmt af Vestra í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira