Lífið

Fá­klædd og glæsi­leg við sund­laugar­bakkann

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Leikarinn, rithöfundurinn og góðgerðarstarfskonan Joan Collins.
Leikarinn, rithöfundurinn og góðgerðarstarfskonan Joan Collins.

Hin goðsagnakennda leikkona Joan Collins, sem er 92 ára, birti glæsilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr fyrir í hvítum sundbol með stóran rauðan sólhatt. Færsla leikkonunnar vakti, eins og við var að búast, mikla athygli á samfélagsmiðlum og tugir þúsunda hafa líkað við myndina.

Collins er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Alexis Carrington í sápuóperunni Dynasty, en hún er einnig afkastasamur rithöfundur, en öðlun hennar nú er ekki síst fyrir framlag sitt til hjálparstarfs.

Collins er stödd í fríi í Suður-Frakklandi þar sem hún nýtur sólarinnar og lífsins til hins ýtrasta. Þrátt fyrir það er hún hvergi nærri hætt að vinna og í færslunni gaf hún í skyn að nýtt kvikmyndaverkefni gæti verið á leiðinni. 

„Framleiðandinn er að hugsa um að gera framhald af Murder Between Friends,“ skrifaði hún og minnti á hlutverk sitt sem Francesca Carlyle – sjónvarpsstjörnu og einkaspæjara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.