Enski boltinn

Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sólmundur horfir ekki beint ágirndaraugum á Owen-treyjuna sem Albert býður honum.
Sólmundur horfir ekki beint ágirndaraugum á Owen-treyjuna sem Albert býður honum. Sýn Sport

Sólmundur Hólm er gestur fyrsta þáttar Varsjárinnar sem verður frumsýndur í kvöld. Sóli er meðal harðari Púllara landsins og hefur lítið dágæti á Michael Owen, sem sveik lit er hann samdi við Manchester United.

Varsjáin gerir upp hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar en sú fyrsta kláraðist í gær. Þeir Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason stýra þættinum og fá til sín góðan gest í hverri viku. Sólmundur Hólm er gestur kvöldsins.

Owen er á meðal betri framherja sem spilað hafa fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en hann spratt fram á sjónarsviðið sem ungur maður á tíunda áratugnum. Hann var síðan seldur til Real Madrid á Spáni en fór þaðan til Newcastle United eftir stutt stopp í spænsku höfuðborginni.

Klippa: Sóla boðin Michael Owen treyja

Frá Newcastle fór Owen til Manchester United, erkifjenda Liverpool, við dræmar undirtektir í Liverpool-borg. Hann hefur ekki verið vinsæll á meðal stuðningsmanna síðan, þar á meðal Sóla. Albert Brynjar bauð honum Liverpool treyju merkta Owen.

„Ég vil ekki sjá hana,“ sagði Sóli og fleygði treyjunni aftur í Albert.

„Owen fer mest í taugarnar á mér. Þessi treyja er samt frá þeim tíma þegar hann pirraði mig ekki. En ef ég myndi sjá hann í blazer standandi fyrir framan mig myndi ég hvorki biðja hann um áritun né mynd,“ segir Sóli léttur.

Varsjáin er á dagskrá klukkan 21:05 í kvöld á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×