Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 00:01 Ísraelskir mótmælendur heimta að gíslunum sé sleppt. AP Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira