Lífið

Borgar­stjóri fagnaði brúð­kaups­af­mæli með strætóferð og ind­verskum mat

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hrannar Björn og Heiða Björg nutu indversks matar og strætókerfis höfuðborgarsvæðisins á þriðjudagskvöld.
Hrannar Björn og Heiða Björg nutu indversks matar og strætókerfis höfuðborgarsvæðisins á þriðjudagskvöld.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, fagnaði nítján ára brúðkaupsafmæli með eiginmanni sínum, Hrannari Birni Arnarssyni, með indverskum mat og strætóferð.

„Í dag 19. ágúst eru 19 ár síðan við Hrannar giftum okkur. Bæði stutt og langt síðan en mikið sem það hefur verið gott að ferðast með ástinni í gegnum lífið. Hlakka til framtíðar ævintýra og hversdags. Bauð mínum auðvitað út að borða og heim í lífsins lukka,“ skrifaði Heiða Björg í færslu á Facebook.

Alltaf gaman í Strætó.

Heiða og Hrannar eiga saman fjögur börn og eru búsett í Laugardalnum. Nú vantar þau bara 363 daga til að ná tuttugu ára postulínsbrúðkaupsafmæli.

Heiða, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur verið borgarstjóri frá 21. febrúar 2025 eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, sprengdi meirihlutann þar á undan. Hún mun væntanlega sækjast eftir áframhaldandi umboði í borgarstjórnarkosningum næsta vor.

Hrannar Björn, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, er formaður Norræna félagsins á Íslandi og kjörræðismaður Georgíu á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.