Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Siggeir Ævarsson skrifar 24. ágúst 2025 15:03 Leny Yoro átti stóran heiður að því að Manchester United skyldi komast í 1-0. Getty/Justin Setterfield Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. Gestirnir voru mun betri fyrstu mínútur leiksins en Matheus Cunha skaut í stöngina strax í upphafi og fékk síðan algjört dauðafæri einn á móti markmanni en nýtti það ekki heldur. Eftir þessi færi færðist meira jafnvægi yfir leikinn og oft skapaðist hætta upp við mark United eftir hornspyrnur þar sem Altay Bayindir virkaði afar óöruggur í hvert sinn sem boltinn kom fyrir markið. Bruno Fernandes fékk síðan gullið tækifæri til að koma United yfir á 35. mínútu þegar Calvin Bassey hélt í smástund að hann væri mættur á héraðsmót í júdó og tók Mason Mount í yppon í teignum. Atvikið skoðað í VAR og Bruno fór á punktinn en þrumaði boltanum vel yfir markið. Markalaust í hálfleik en United komst yfir á 58. mínútu þegar Leny Yoro skallaði boltann í Rodrigo Muniz. Fulham menn ekki sáttir og vildu meina að Yoro hefði brotið á Muniz en markið stóð. Fulham menn voru afar sprækir eftir markið og jöfnuðu leikinn á 73. mínútu. Sofandaháttur í vörn United sem Emile Smith Rowe nýtti sér og potaði boltanum í markið með stóru tánni. United var hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin þegar varamaðurinn Harry Maguire skallaði hornspyrnu hárfínt framhjá. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verður að teljast nokkuð sanngjörn niðurstaða miðað við frammistöðu beggja liða, sem bæði bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í deildinni. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. Gestirnir voru mun betri fyrstu mínútur leiksins en Matheus Cunha skaut í stöngina strax í upphafi og fékk síðan algjört dauðafæri einn á móti markmanni en nýtti það ekki heldur. Eftir þessi færi færðist meira jafnvægi yfir leikinn og oft skapaðist hætta upp við mark United eftir hornspyrnur þar sem Altay Bayindir virkaði afar óöruggur í hvert sinn sem boltinn kom fyrir markið. Bruno Fernandes fékk síðan gullið tækifæri til að koma United yfir á 35. mínútu þegar Calvin Bassey hélt í smástund að hann væri mættur á héraðsmót í júdó og tók Mason Mount í yppon í teignum. Atvikið skoðað í VAR og Bruno fór á punktinn en þrumaði boltanum vel yfir markið. Markalaust í hálfleik en United komst yfir á 58. mínútu þegar Leny Yoro skallaði boltann í Rodrigo Muniz. Fulham menn ekki sáttir og vildu meina að Yoro hefði brotið á Muniz en markið stóð. Fulham menn voru afar sprækir eftir markið og jöfnuðu leikinn á 73. mínútu. Sofandaháttur í vörn United sem Emile Smith Rowe nýtti sér og potaði boltanum í markið með stóru tánni. United var hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin þegar varamaðurinn Harry Maguire skallaði hornspyrnu hárfínt framhjá. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verður að teljast nokkuð sanngjörn niðurstaða miðað við frammistöðu beggja liða, sem bæði bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í deildinni.