Lífið

Fagur­keri selur miðbæjarperlu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Elma Dís Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Play, hefur sett íbúð sína á Frakkastíg á sölu.
Elma Dís Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Play, hefur sett íbúð sína á Frakkastíg á sölu. SAMSETT

Ofurskvísan Elma Dís Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Play og lífskúnstner með meiru, hefur sett bjarta og fallega íbúð sína á Frakkastíg á sölu. Íbúðin er tæpir 67 fermetrar og ásett verð er tæpar 70 milljónir. 

Elma Dís er þekktur fagurkeri, tískudrottning og miðbæjarskvísa. Hún lærði markaðsfræði í Barcelona og hóf störf í markaðsdeild hjá flugfélaginu Play árið 2024. 

Er um að ræða tveggja herbergja íbúð á efstu hæð við Frakkastíg 12a með fallegu útsýni yfir Hallgrímskirkju og miðbæinn, suðvestur svölum og stæði í lokaðri bílgeymslu. 

Íbúðin er að sama skapi að hluta til undir súð þannig að gólfflötur er stærri en uppgefnir fermetrar segja til um. Hér má sjá nánari upplýsingar um eignina. 

Æðislegar svalir og fallegt útsýni.Borg fasteignasala
Sjarmerandi og vel skipulögð íbúð.Borg fasteignasala
Íbúðin er björt og skemmtileg.Borg fasteignasala

Tengdar fréttir

„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“

Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.