Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 11:30 Tommy Fleetwood hefur FedEx bikarinn á loft. epa/ERIK S. LESSER Hún var tilfinningarík stundin þegar Tommy Fleetwood vann loks PGA-mót. Enski kylfingurinn vann Tour Championship í gær en það var fyrsta sigur hans á PGA-móti í 164. tilraun. Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira