Erlent

Slags­mál á mexí­kóska þinginu yfir ræðu­tíma

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Moreno Cárdenas missti algjörlega stjórn á sér á þinginu á miðvikudag.
Moreno Cárdenas missti algjörlega stjórn á sér á þinginu á miðvikudag. AP

Slagsmál brutust út á mexíkóska þinginu á miðvikudag milli öldungardeildarþingmanns og forseta öldungadeildarinnar vegna deilna um ræðutíma. Átökin hófust með lítilsháttar stimpingum sem breyttust í heilmikinn hasar.

Málið hófst þegar öldungadeildarþingmaðurinn Alejandro „Alito“ Moreno Cárdenas, leiðtogi Byltingarsinnaða stofnanaflokksins, hélt því fram við Gerardo Fernández Noroña, forseta öldungadeildar mexíkóska þinginu og meðlimur Morena-flokksins, að hann hefði ekki fengið að taka til máls eftir að þjóðsöngur Mexíkó var spilaður.

Noroña og Moreno áttu í snörpum orðaskiptum áður en þeir hófu að stugga hvor við öðrum. Moreno trompaðist síðan algjörlega og ýtti þingforsetanum ítrekað. Fljótlega bættust fleiri við stimpingarnar áður en þingforsetinn náði að koma sé út úr salnum.

Eftir atvikið birti Moreno myndband á X(Twitter) af sinni hlið og sagði Noroña hafa byrjað slagsmálin. Þá sagði Noroña að bæði Morena-flokkurinn og þingið myndu krefjast skaðabóta.

Slagsmálin má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×