Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 13:15 Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld. vísir Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld, þegar ungverska stórliðið Veszprém heimsækir FH í Kaplakrika. Hann er spenntur fyrir því að draga skóna fram í síðasta sinn og segist ekki búinn að gleyma öllu, en saknar handboltans almennt ekki. „Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
„Þetta verður æfingaleikur en samt á hærra leveli og dagskráin í kringum þetta allt verður vegleg, þetta verður spennandi“ segir Aron um leikinn, en hann hefur ekkert æft handbolta síðan hann hætti. „Maður er bara búinn að vera að hlaupa og lyfta, halda mig við það en ég er ekki ennþá búinn að mæta á handboltaæfingu. Ég hætti nú bara fyrir tveimur mánuðum sko, held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu.“ Síðasti æfingaleikur Veszprém áður en alvaran hefst Hingað til lands eru ungversku meistararnir mættir og lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil verður lögð í æfingaleiknum gegn FH. „Við förum náttúrulega bara í leikinn til þess að vinna hann og erum að skerpa á ákveðnum hlutum sem við höfum verið að æfa. En að sama skapi á þetta líka auðvitað að vera góð skemmtun, við erum að koma hingað til landsins að kveðja okkar besta mann, Aron Pálmarsson“ segir Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém og liðsfélagi Arons til margra ára í landsliðinu. Fyrrum liðsfélagar Arons hjá Veszprém eru strax farnir að sakna hans. „Ég hef spilað með mörgum goðsögnum og hann er sannarlega ein þeirra. Stórkostlegur leikmaður en það sem skiptir mig mestu máli er persónuleikinn. Hann er virkilega góð manneskja, opinn fyrir öllu og mjög góður vinur. Handboltinn er góður með það að gera, maður kynnist frábæru fólki og ég er mjög ánægður að hafa kynnst Aroni“ segir Luka Cindric, leikmaður Veszprém. Saknar handboltans ekki Rúmir tveir mánuðir eru síðan Aron setti skóna upp á hillu og þó hann sé spenntur að draga því fram í síðasta sinn segist hann ekki sakna handboltans. „Maður er í kringum þetta hjá FH í öðru hlutverki núna. Það er skrítið að æfa, mjög skrítið finnst mér. Að æfa fyrir ekki neitt, eða bara lúkkið og heilsuna, það er sérstakt. Sakna kannski pínu klefans, klefastemningarinnar og svona. En leiksins sakna ég ekki neitt, sem er bara jákvætt.“ Fjallað var um kveðjuleik Arons í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikurinn sjálfur fer svo fram í Kaplakrika klukkan 18:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
FH Tengdar fréttir Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. 7. júlí 2025 10:43