Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. september 2025 11:09 Rúrik Gíslason ræddi um IceGuys ævintýrið við Bítið. Bylgjan „Fyrir tíu árum hefði ég sagði að það væru engar líkur á því að ég væri hér í dag,“ segir fyrrum fótboltakappinn, leikarinn og IceGuys stjarnan Rúrik Gíslason en líf hans hefur þróast í ófyrirsjáanlegar áttir eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna 32 ára gamall. „Ég er að þroskast svo mikið,“ segir Rúrik kíminn í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þjóðverjar minna að gera grín af sér Hann segist seint hafa séð sig fyrir sér í strákahljómsveit en hann tilheyrir auðvitað vinsælustu strákasveit Íslands um þessar mundir. „Meira segja þegar Jón kemur upphaflega til mín með þessa hugmynd að þessari hljómsveit segi ég bara: Jón ertu ruglaður?“ Að sögn Rúriks var hugmyndin upphaflega bara að gefa út lag og tónlistarmyndband. „Ég hefði átt mjög erfitt með að útskýra það fyrir Þjóðverjum, því það er nú einu sinni þannig að stundum er tekið mark á því sem ég segi þar. Þýskaland er ekki beint þekkt fyrir að vera kaldhæðnasta land í heimi og Þjóðverjar eru er minna í því að gera grín að sjálfum sér, allavega miðað við til dæmis okkur strákana í IceGuys. Það er alveg töluvert af fólki þar sem heldur kannski að ég sé búinn að missa vitið,“ segir Rúrik hlæjandi. Hann er þá spurður hvort það sé ekki bara í góðu lagi? „Jú það er bara allt i lagi sko en það er líka gaman að vera stundum tekið alvarlega.“ Hér má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni: Langaði í snjóbretti en þakklátur fyrir gítarinn Tónlist hefur alltaf náð til Rúriks og segist hann sérstaklega mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar. „Það er svo mikið af brjálæðislega góðum íslenskum listamönnum eiginlega bara í hverju horni,“ segir hann en tónlistarástríðan kviknaði hjá honum þegar hann fékk gítar í jólagjöf tíu ára gamall. „Ég grenjaði reyndar allt aðfangadagskvöld því ég hélt að þetta væri snjóbretti og mig langaði í snjóbretti. Þetta er sönn saga,“ segir hann og skellir upp úr. „En mágur minn Jóhannes Ásbjörnsson byrjaði svo að kenna mér á gítar sem betur fer. Ég er rosalega þakklátur að geta spilað á gítar í dag og ég held meira að segja að ég geti haldið lagi sem vinnur vel með manni líka.“ Þarf að bera virðingu fyrir því sem er gott Rúrik semur töluvert á gítar og stefnir á að henda út sóló lagi í september. „Ég fór til Afríku, er að gera heimildarmynd um það og ætla að gefa út lag í tengslum við það bara nánast í kyrrþey.“ Tónlistin sem hann semur sjálfur segir hann fyrst og fremst vera gítarplokk sem kemur frá hjartanu. View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) „Að því sögðu finnst mér vert að taka fram að þegar ég er í stúdíóinu með IceGuys strákunum þá finn ég alveg muninn. Þeir eru stórkostlegir lagahöfundar og textasmiðir. Þannig það hefur kannski aðeins dregið úr því að ég sé mikið úti í horni að semja því maður þarf líka að bera virðingu fyrir því sem er gott. Stundum eru aðrir betri í einhverju en maður sjálfur,“ segir hann kíminn. Risa tónleikar framundan Strákarnir ætla að vera með þrenna tónleika 13. desember og er miðasala farin á fullt. Þeir eru búnir að vera í undirbúningsferli frá því í febrúar og ætla að leggja allt í þetta. Ásamt Rúriki eru fjórir vinsælustu tónlistarmenn landsins í sveitinni, Aron Can, Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson. En finnur Rúrik einhvern tíma fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome)? „Mér finnst þetta eins og stundum gerist í fótbolta þegar miðlungs góður leikmaður fer í gott lið og leikmenn í kringum hann lyfta honum upp á hærra plan. Ég ætla að segja við sjálfan mig að það sé staðan í þessu tilviki. Auðvitað sjá allir og vita að þeir eru bara stórkostlegir tónlistarmenn og það hjálpar mér. Ég held ég sé ekki að draga þetta konsept niður en mögulega er ég ekki að bæta neitt við það. En þetta er bara svo ógeðslega gaman, þetta er jákvæðni og einlægni. Við erum með húmor fyrir sjálfum okkur og ég held að fólk sé mjög ánægt með það.“ Hann segist aðeins hafa hlaupið á sig í viðtali í síðustu viku þegar hann sagði að jólatónleikarnir væru síðustu tónleikar IceGuys. „Það er ekkert ákveðið en það er meira þannig að við höldum hverja einustu tónleika eins og þeir séu okkar síðustu. Við munum að sjálfsögðu bæta enn meira í og gera enn betur en síðast.“ Tvær Netflix myndir en engin Durex auglýsing Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Rúrik sem sjaldan er lognmolla í kringum. „Næstu verkefni hjá mér eru þýsk Netflix bíómynd í september og ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir það. Svo er ég aftur í Netflix mynd næstu páska þar sem ég er eitt af aðalhlutverkunum og það er sennilega mitt stærsta hlutverk til þessa fyrir utan kannski IceGuys. Í öllu fjörinu segir Rúrik sömuleiðis mikilvægt fyrir sig að hafa rólegt inn á milli og njóta þess að vera með fjölskyldunni sinni og vinum. „Ég segi sennilega nei í 80 prósent tilvika. Maður fær auðvitað alls kyns tilboð eins og til dæmis að leika í auglýsingu fyrir Durex. Ég einhvern veginn sá mig ekki þar. Svo er ég með fjóra gríðarlega góða umboðsmenn og þær stjórna þessu bara, þær sjá um að byggja upp ímyndina.“ Að lokum segir Rúrik ansi áhugavert að líta yfir farinn veg eftir að hann tók þá ákvörðun að hætta í fótbolta. „Þetta er ótrúlega skringileg beygja sem maður tók. Þegar ég hætti í fótbolta 32 ára þá var ég náttúrulega ekki með neitt plan því ég ákvað bara að hætta. Það fyrsta sem ég gerði var að fara hringinn í kringum Ísland. Svo kemur þetta upp og maður segir já. Ég reyni alltaf að gera hlutina eins vel og ég get. Á meðan ég er að hafa gaman að þessu þá held ég áfram.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslendingar erlendis Netflix Bylgjan Bítið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Ég er að þroskast svo mikið,“ segir Rúrik kíminn í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þjóðverjar minna að gera grín af sér Hann segist seint hafa séð sig fyrir sér í strákahljómsveit en hann tilheyrir auðvitað vinsælustu strákasveit Íslands um þessar mundir. „Meira segja þegar Jón kemur upphaflega til mín með þessa hugmynd að þessari hljómsveit segi ég bara: Jón ertu ruglaður?“ Að sögn Rúriks var hugmyndin upphaflega bara að gefa út lag og tónlistarmyndband. „Ég hefði átt mjög erfitt með að útskýra það fyrir Þjóðverjum, því það er nú einu sinni þannig að stundum er tekið mark á því sem ég segi þar. Þýskaland er ekki beint þekkt fyrir að vera kaldhæðnasta land í heimi og Þjóðverjar eru er minna í því að gera grín að sjálfum sér, allavega miðað við til dæmis okkur strákana í IceGuys. Það er alveg töluvert af fólki þar sem heldur kannski að ég sé búinn að missa vitið,“ segir Rúrik hlæjandi. Hann er þá spurður hvort það sé ekki bara í góðu lagi? „Jú það er bara allt i lagi sko en það er líka gaman að vera stundum tekið alvarlega.“ Hér má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni: Langaði í snjóbretti en þakklátur fyrir gítarinn Tónlist hefur alltaf náð til Rúriks og segist hann sérstaklega mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar. „Það er svo mikið af brjálæðislega góðum íslenskum listamönnum eiginlega bara í hverju horni,“ segir hann en tónlistarástríðan kviknaði hjá honum þegar hann fékk gítar í jólagjöf tíu ára gamall. „Ég grenjaði reyndar allt aðfangadagskvöld því ég hélt að þetta væri snjóbretti og mig langaði í snjóbretti. Þetta er sönn saga,“ segir hann og skellir upp úr. „En mágur minn Jóhannes Ásbjörnsson byrjaði svo að kenna mér á gítar sem betur fer. Ég er rosalega þakklátur að geta spilað á gítar í dag og ég held meira að segja að ég geti haldið lagi sem vinnur vel með manni líka.“ Þarf að bera virðingu fyrir því sem er gott Rúrik semur töluvert á gítar og stefnir á að henda út sóló lagi í september. „Ég fór til Afríku, er að gera heimildarmynd um það og ætla að gefa út lag í tengslum við það bara nánast í kyrrþey.“ Tónlistin sem hann semur sjálfur segir hann fyrst og fremst vera gítarplokk sem kemur frá hjartanu. View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) „Að því sögðu finnst mér vert að taka fram að þegar ég er í stúdíóinu með IceGuys strákunum þá finn ég alveg muninn. Þeir eru stórkostlegir lagahöfundar og textasmiðir. Þannig það hefur kannski aðeins dregið úr því að ég sé mikið úti í horni að semja því maður þarf líka að bera virðingu fyrir því sem er gott. Stundum eru aðrir betri í einhverju en maður sjálfur,“ segir hann kíminn. Risa tónleikar framundan Strákarnir ætla að vera með þrenna tónleika 13. desember og er miðasala farin á fullt. Þeir eru búnir að vera í undirbúningsferli frá því í febrúar og ætla að leggja allt í þetta. Ásamt Rúriki eru fjórir vinsælustu tónlistarmenn landsins í sveitinni, Aron Can, Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson. En finnur Rúrik einhvern tíma fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome)? „Mér finnst þetta eins og stundum gerist í fótbolta þegar miðlungs góður leikmaður fer í gott lið og leikmenn í kringum hann lyfta honum upp á hærra plan. Ég ætla að segja við sjálfan mig að það sé staðan í þessu tilviki. Auðvitað sjá allir og vita að þeir eru bara stórkostlegir tónlistarmenn og það hjálpar mér. Ég held ég sé ekki að draga þetta konsept niður en mögulega er ég ekki að bæta neitt við það. En þetta er bara svo ógeðslega gaman, þetta er jákvæðni og einlægni. Við erum með húmor fyrir sjálfum okkur og ég held að fólk sé mjög ánægt með það.“ Hann segist aðeins hafa hlaupið á sig í viðtali í síðustu viku þegar hann sagði að jólatónleikarnir væru síðustu tónleikar IceGuys. „Það er ekkert ákveðið en það er meira þannig að við höldum hverja einustu tónleika eins og þeir séu okkar síðustu. Við munum að sjálfsögðu bæta enn meira í og gera enn betur en síðast.“ Tvær Netflix myndir en engin Durex auglýsing Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Rúrik sem sjaldan er lognmolla í kringum. „Næstu verkefni hjá mér eru þýsk Netflix bíómynd í september og ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir það. Svo er ég aftur í Netflix mynd næstu páska þar sem ég er eitt af aðalhlutverkunum og það er sennilega mitt stærsta hlutverk til þessa fyrir utan kannski IceGuys. Í öllu fjörinu segir Rúrik sömuleiðis mikilvægt fyrir sig að hafa rólegt inn á milli og njóta þess að vera með fjölskyldunni sinni og vinum. „Ég segi sennilega nei í 80 prósent tilvika. Maður fær auðvitað alls kyns tilboð eins og til dæmis að leika í auglýsingu fyrir Durex. Ég einhvern veginn sá mig ekki þar. Svo er ég með fjóra gríðarlega góða umboðsmenn og þær stjórna þessu bara, þær sjá um að byggja upp ímyndina.“ Að lokum segir Rúrik ansi áhugavert að líta yfir farinn veg eftir að hann tók þá ákvörðun að hætta í fótbolta. „Þetta er ótrúlega skringileg beygja sem maður tók. Þegar ég hætti í fótbolta 32 ára þá var ég náttúrulega ekki með neitt plan því ég ákvað bara að hætta. Það fyrsta sem ég gerði var að fara hringinn í kringum Ísland. Svo kemur þetta upp og maður segir já. Ég reyni alltaf að gera hlutina eins vel og ég get. Á meðan ég er að hafa gaman að þessu þá held ég áfram.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslendingar erlendis Netflix Bylgjan Bítið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira