Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2025 07:02 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því hve mikilvægur leikur er fram undan hjá Írum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fer ekki leynt með það hve mikilvægur leikur liðsins við Ungverjaland í Dublin á laugardaginn er. Hann hefur sent út ákall til stuðningsmanna og vonast eftir töfrandi kvöldi. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira