KSÍ missti af meira en milljarði króna Knattspyrnusamband Íslands varð af mjög stórum fjárhæðum þegar íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mistókst að tryggja sér sæti á HM karla í fótbolta í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Fótbolti 17.12.2025 15:13
Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Nígeríumenn vonast til að endurvekja vonir sínar um að komast á HM karla í fótbolta 2026 með kvörtun til FIFA vegna ólöglegra leikmanna Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í umspilsleik þeirra í síðasta mánuði. Fótbolti 17.12.2025 12:01
Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur lækkað verð á sumum miðum á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar en það á við fyrir tryggustu stuðningsmenn liðanna eftir hörð viðbrögð um allan heim. Sumir munu fá sæti á úrslitaleikinn á sextíu dollara í stað þess að þurfa að greiða 4.185 dollara. Fótbolti 17.12.2025 09:00
Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Leikirnir á HM í fótbolta í sumar munu vera lengri en áður eftir að Alþjóðaknattspyrnusambandið tilkynnti um að hver leikur muni fá vatnspásur í hvorum hálfleik. Fótbolti 9. desember 2025 06:33
Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Skipulagsnefndin í Seattle, einni af gestgjafaborgum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu næsta sumar, hefur sagt að leikurinn á Lumen Field-leikvanginum í borginni þann 26. júní muni fela í sér hátíðarhöld til heiðurs LGBTQ+-samfélaginu. Fótbolti 8. desember 2025 16:03
Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Fótbolti 8. desember 2025 15:03
Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Fótbolti 6. desember 2025 10:45
Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Argentínumenn og Portúgalar voru frekar heppnir með riðil þegar dregið var í riðla á HM í gær. Fótbolti 6. desember 2025 06:32
Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk í kvöld fyrstu Friðarverðlaun FIFA og hann kom upp á svið á HM-drættinum eftir langa lofræðu um hvað hann hefði gert mikið fyrir frið í heiminum. Fótbolti 5. desember 2025 17:46
Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Heimsmeistaramót karla í fótbolta er á dagskránni næsta sumar en í kvöld kom í ljós hvaða lið verða saman í riðli á mótinu sem hefst 11. júní 2026 og lýkur með úrslitaleik 19. júlí. Fótbolti 5. desember 2025 16:54
Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Fótbolti 5. desember 2025 10:03
Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður viðstaddur þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Washington á föstudag. Þetta staðfestir Hvíta húsið. Fótbolti 2. desember 2025 18:01
Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Norðmenn eru á leið á HM karla í fótbolta í fyrsta sinn á þessari öld og því fylgja ákveðnar skyldur. Fótbolti 1. desember 2025 09:35
Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Íran er eitt af löndunum sem eru búin að tryggja sér farseðilinn á HM í fótbolta næsta sumar en knattspyrnusamband félagsins sendir samt enga fulltrúa á dráttinn fyrir riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Fótbolti 28. nóvember 2025 17:32
Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Fótbolti 28. nóvember 2025 13:16
Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Mason Greenwood gæti spilað fyrir landslið Jamaíku en mögulegir verðandi liðsfélagar hans hoppa ekki beint af kæti yfir því. Fótbolti 28. nóvember 2025 11:32
Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. Fótbolti 27. nóvember 2025 07:27
Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Það skýrist eftir tíu daga hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. FIFA tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir líta út og greindi frá nýjung sem auka á líkurnar á að efstu landslið heimslistans mætist ekki snemma á mótinu. Fótbolti 25. nóvember 2025 18:12
Ronaldo slapp við bann á HM Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 25. nóvember 2025 17:48
„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Fótbolti 25. nóvember 2025 12:03
Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Þetta ættu að vera frábærir dagar fyrir forseta knattspyrnusambands Panama en svo er nú ekki raunin og hann getur engum kennt um nema sjálfum sér. Fótbolti 23. nóvember 2025 15:01
Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Heimir Hallgrímsson og félagar í írska landsliðinu spila mikilvæga leiki í mars þar sem sæti á heimsmeistaramótinu er í boði. Fótbolti 23. nóvember 2025 09:30
Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Argentínska landsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu ár en fær kannski of mikið lof að mati manns sem þekkir það að vera hetja argentínsku þjóðarinnar. Fótbolti 22. nóvember 2025 22:33
Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fögnuður skoskra stuðningsmanna eftir að skoska landsliðið tryggði sér sæti á HM í knattspyrnu í fyrsta skipti í 28 ár mældist á jarðskjálftamælum í Skotlandi. Fótbolti 22. nóvember 2025 11:15