Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 09:02 Gianni Infantino, forseti FIFA, með heimsbikarinn. Getty/Hector Vivas Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur. Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira