Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar 4. september 2025 10:03 Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun