Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2025 12:02 Í skýrslunni segir að jafnvel þótt Rayner hafi verið í góðri trú, hefði hún átt að leita sérfræðiráðgjafar. Getty/Mark Kerrison Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Utanaðkomandi ráðgjafi, Sir Laurie Magnus, var fenginn til að meta það hvort Rayner hefði brotið gegn siðareglum ráðherra. Í skýrslu sinni til forsætisráðherrans Keir Starmer segir hann meðal annars að þrátt fyrir að Rayner hafi verið sagt að hún ætti að greiða lægri stimpilgjöld, hafi tvívegis verið ítrekað við hana að ekki væri um að ræða sérfræðiráðgjöf og að hún ætti að leita til sérfræðinga. Þetta hefði hún ekki gert og þannig ekki staðist ítrustu kröfur sem gerðar væru til ráðherra. Magnus segir að málið sé flókið; Rayner hefði selt 25 prósenta hlut sinn í fasteign fjölskyldunnar í Ashton-under-Lyne og ákveðið í kjölfari að kaupa íbúð í Hove. Hún hefði verið í góðri trú um að þar sem hún ætti ekki lengur í fasteign þyrfti hún að greiða lægri stimpilgjöld vegna kaupa á íbúðinni. Selda fasteignin var hins vegar í eigu sjóðs, sem ólögráða börn Rayner virðast eiga hlut í. Samkvæmt reglum hafi hún þannig átt hagsmuna að gæta varðandi það húsnæði og hefði átt að greiða hærri stimpilgjöld vegna íbúðarinnar. Hún hefði sjálf vísað málinu til skoðunar og sýnt fullan samstarfsvilja. Starmer hefur svarað afsögn Rayner, þar sem hann segist harma að störfum hennar hafi lokið með þessum hætti. Hún hefði hins vegar gert rétt. Sjálf segir Rayner í afsögn sinni að hún harmi mistökin og axli fulla ábyrgð á þeim. Bretland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafi, Sir Laurie Magnus, var fenginn til að meta það hvort Rayner hefði brotið gegn siðareglum ráðherra. Í skýrslu sinni til forsætisráðherrans Keir Starmer segir hann meðal annars að þrátt fyrir að Rayner hafi verið sagt að hún ætti að greiða lægri stimpilgjöld, hafi tvívegis verið ítrekað við hana að ekki væri um að ræða sérfræðiráðgjöf og að hún ætti að leita til sérfræðinga. Þetta hefði hún ekki gert og þannig ekki staðist ítrustu kröfur sem gerðar væru til ráðherra. Magnus segir að málið sé flókið; Rayner hefði selt 25 prósenta hlut sinn í fasteign fjölskyldunnar í Ashton-under-Lyne og ákveðið í kjölfari að kaupa íbúð í Hove. Hún hefði verið í góðri trú um að þar sem hún ætti ekki lengur í fasteign þyrfti hún að greiða lægri stimpilgjöld vegna kaupa á íbúðinni. Selda fasteignin var hins vegar í eigu sjóðs, sem ólögráða börn Rayner virðast eiga hlut í. Samkvæmt reglum hafi hún þannig átt hagsmuna að gæta varðandi það húsnæði og hefði átt að greiða hærri stimpilgjöld vegna íbúðarinnar. Hún hefði sjálf vísað málinu til skoðunar og sýnt fullan samstarfsvilja. Starmer hefur svarað afsögn Rayner, þar sem hann segist harma að störfum hennar hafi lokið með þessum hætti. Hún hefði hins vegar gert rétt. Sjálf segir Rayner í afsögn sinni að hún harmi mistökin og axli fulla ábyrgð á þeim.
Bretland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira