Segir að treyja Man United sé þung byrði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 21:32 Treyjan var of þung fyrir Onana sem talaði mikið í fjölmiðlum en varði lítið á vellinum. Peter Byrne/Getty Images Það að vera markvörður Manchester United er ekki fyrir alla. Því komst André Onana heldur fljótt að eftir að hann átti að hjálpa til við að umturna leikstíl félagsins. „Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
„Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira