Postecoglou að taka við Forest Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2025 08:46 Ange Postecoglou vann Evrópudeildina með Spurs en var rekinn skömmu síðar. Nú mun hann stýra Nottingham Forest í sömu keppni í vetur. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ástralinn Ange Postecoglou verður nýr stjóri Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni eftir uppsögn Nuno Espirito Santo. Þessu greina breskir miðlar frá í morgun. Forest tilkynnti um uppsögn Nuno í morgun en andað hefur köldu milli hans og Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, síðustu vikur. Nuno átti sérlega slæmt samband við Brasilíumanninn Edu, sem Marinakis réði sem yfirmann knattspyrnumála í sumar. Nuno hafði tjáð sig opinberlega um stöðuna, þar sem hann kvartaði yfir stöðunni á leikmannamarkaðnum í sumar, að Marinakis hefði breyst og að þeir væru ekki eins nánir og áður. Postecoglou mun taka við liðinu og búist við tilkynningu frá Nottingham Forest þess efnis á næsta sólarhringnum samkvæmt The Athletic. Hann taki með sér stóran hluta starfsteymis síns sem starfaði með Ástralanum hjá Tottenham Hotspur. Uppfært 11.00: Postecoglou er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest. Ange Postecoglou has arrived at Nottingham Forest's training ground after agreeing a deal to become the new head coach 🌳 pic.twitter.com/ltLaa7NemX— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2025 Postecoglou er sextugur og stýrði Tottenham til Evrópudeildartitils í júní, fyrsta stóra titils félagsins í 17 ár, en var rekinn frá félaginu síðar í sama mánuði. Tottenham gekk illa í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 17. sæti. Brentford hafði samband við Postecoglou eftir að Thomas Frank yfirgaf félagið til að taka við starfi Ange hjá Tottenham og sömuleiðis átti hann viðtal hjá Al Ahli í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann taki við hjá Forest. Postecoglou er af grískum ættum og þjálfaði Panachaiki í Grikklandi um tíma. Marinakis, eigandi Forest, er sjálfur grískur og sagður hrifinn af því að ráða inn hálfgrískan mann í starfið. Nottingham Forest lenti í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni í vetur, eftir að Crystal Palace var sent niður úr þeirri keppni í Sambandsdeildina. Það er í fyrsta skipti í 30 ár sem Skíriskógarar taka þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Forest tilkynnti um uppsögn Nuno í morgun en andað hefur köldu milli hans og Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, síðustu vikur. Nuno átti sérlega slæmt samband við Brasilíumanninn Edu, sem Marinakis réði sem yfirmann knattspyrnumála í sumar. Nuno hafði tjáð sig opinberlega um stöðuna, þar sem hann kvartaði yfir stöðunni á leikmannamarkaðnum í sumar, að Marinakis hefði breyst og að þeir væru ekki eins nánir og áður. Postecoglou mun taka við liðinu og búist við tilkynningu frá Nottingham Forest þess efnis á næsta sólarhringnum samkvæmt The Athletic. Hann taki með sér stóran hluta starfsteymis síns sem starfaði með Ástralanum hjá Tottenham Hotspur. Uppfært 11.00: Postecoglou er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest. Ange Postecoglou has arrived at Nottingham Forest's training ground after agreeing a deal to become the new head coach 🌳 pic.twitter.com/ltLaa7NemX— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2025 Postecoglou er sextugur og stýrði Tottenham til Evrópudeildartitils í júní, fyrsta stóra titils félagsins í 17 ár, en var rekinn frá félaginu síðar í sama mánuði. Tottenham gekk illa í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 17. sæti. Brentford hafði samband við Postecoglou eftir að Thomas Frank yfirgaf félagið til að taka við starfi Ange hjá Tottenham og sömuleiðis átti hann viðtal hjá Al Ahli í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann taki við hjá Forest. Postecoglou er af grískum ættum og þjálfaði Panachaiki í Grikklandi um tíma. Marinakis, eigandi Forest, er sjálfur grískur og sagður hrifinn af því að ráða inn hálfgrískan mann í starfið. Nottingham Forest lenti í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni í vetur, eftir að Crystal Palace var sent niður úr þeirri keppni í Sambandsdeildina. Það er í fyrsta skipti í 30 ár sem Skíriskógarar taka þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira