Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2025 07:02 Steve Evans er litríkur persónuleiki. vísir/getty/sky Líf knattspyrnustjórans Steves Evans, sem hefur komið víða við í neðri deildunum á Englandi, hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira