Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. september 2025 09:39 Trúlofunin var eins og atriði úr rómantískri kvikmynd. Persónulegt og fallegt. Instagram Sænska ofurfyrirsætan Elsa Hosk og breski athafnamaðurinn Tom Daly eru trúlofuð, tíu árum eftir að þau byrjuðu saman. Hosk greindi frá tímamótunum með fallegri myndafærslu á Instagram í gær, þar sem meðal annars mátti sjá trúlofunarhring hennar sem er stærðarinnar demantshringur frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Hosk og Daly byrjuðu saman árið 2015 og eiga eina dóttur, Tuulikki Joan, sem er fjögurra ára gömul. Þau búa saman í New York í Bandaríkjunum. „Ég sagði já í sænskum villiblómagarði í nýju íbúðinni okkar, í borginni þar sem við kynntumst fyrir tíu árum, bara við tvö,“ skrifaði Hosk við færsluna. Bónorðið var afar rómantískt. Daly hafði skreytt íbúðina með fallegum sænskum blómum og kertaljósum, og kom fyrirsætunni bersýnilega á óvart. Síðar um daginn kom Daly Hosk á óvart með trúlofunarpartýi á veitingastað í nágrenninu, þar sem vinir og fjölskylda biðu þeirra og sprungu confetti-sprengjur þegar þau gengu inn. Hamingjuóskum rignir yfir parið, meðal annars frá raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, fyrirsætunni Ashley Graham og leikkonunni Shay Mitchell. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Táknrænn fyrir árafjöldann Trúlofunarhringurinn hefur vakið mikla athygli bandarískra slúðurmiðla. Samkvæmt Page Six er um tíu karata demantur í miðjunni, metinn á 350–500 þúsund bandaríkjadali, en „premium“-verð gæti numið allt að einni milljón dali. Miðað við núverandi gengi er hringurinn metinn á bilinu 43 til 123 milljónir íslenskra króna. Hringurinn er með sporöskjulaga demanti í miðjunni ásamt 46 kringlóttum demöntum utan um frá Botsvana. Kegan Fisher, eigandi skartgripaverslunarinnar Frank Darling, segir í samtali við Page Six að hringurinn sé afar táknrænn fyrir árin sem þau hafa verið saman. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Ein af englum Victoriu Hosk hóf feril fyrirsætuferilinn snemma á tíunda áratugnum. Hún hefur unnið fyrir stór nöfn í tískuheiminum, þar á meðal var hún ein af hinum viðfrægu Victoria's Secret englum sem sýndu nýjustu undirfatalínur nærfatarisans á árlegri tískusýningu fyrirtækisins. Sýningin naut mikilla vinsælda og var hún einn stærsti sjónvarpsviðburðurinn á ári hverju. Auk þess hefur hún setið fyrir á forsíðum helstu tískutímarita í heimi. Victoria's Secret tískusýning í New York árið 2018.Getty/by Taylor Hill/FilmMagic Daly er breskur frumkvöðull og einn af stofnendum fyrirtækisins District Vision sem sérhæfir sig í hágæða hlaupagleraugum og útivistavörum. Fyrirtækið sameinar hönnun og virkni með það að markmiði að bæta frammistöðu og upplifun hlaupara. Tímamót Ástin og lífið Bandaríkin Trúlofun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Hosk og Daly byrjuðu saman árið 2015 og eiga eina dóttur, Tuulikki Joan, sem er fjögurra ára gömul. Þau búa saman í New York í Bandaríkjunum. „Ég sagði já í sænskum villiblómagarði í nýju íbúðinni okkar, í borginni þar sem við kynntumst fyrir tíu árum, bara við tvö,“ skrifaði Hosk við færsluna. Bónorðið var afar rómantískt. Daly hafði skreytt íbúðina með fallegum sænskum blómum og kertaljósum, og kom fyrirsætunni bersýnilega á óvart. Síðar um daginn kom Daly Hosk á óvart með trúlofunarpartýi á veitingastað í nágrenninu, þar sem vinir og fjölskylda biðu þeirra og sprungu confetti-sprengjur þegar þau gengu inn. Hamingjuóskum rignir yfir parið, meðal annars frá raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, fyrirsætunni Ashley Graham og leikkonunni Shay Mitchell. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Táknrænn fyrir árafjöldann Trúlofunarhringurinn hefur vakið mikla athygli bandarískra slúðurmiðla. Samkvæmt Page Six er um tíu karata demantur í miðjunni, metinn á 350–500 þúsund bandaríkjadali, en „premium“-verð gæti numið allt að einni milljón dali. Miðað við núverandi gengi er hringurinn metinn á bilinu 43 til 123 milljónir íslenskra króna. Hringurinn er með sporöskjulaga demanti í miðjunni ásamt 46 kringlóttum demöntum utan um frá Botsvana. Kegan Fisher, eigandi skartgripaverslunarinnar Frank Darling, segir í samtali við Page Six að hringurinn sé afar táknrænn fyrir árin sem þau hafa verið saman. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Ein af englum Victoriu Hosk hóf feril fyrirsætuferilinn snemma á tíunda áratugnum. Hún hefur unnið fyrir stór nöfn í tískuheiminum, þar á meðal var hún ein af hinum viðfrægu Victoria's Secret englum sem sýndu nýjustu undirfatalínur nærfatarisans á árlegri tískusýningu fyrirtækisins. Sýningin naut mikilla vinsælda og var hún einn stærsti sjónvarpsviðburðurinn á ári hverju. Auk þess hefur hún setið fyrir á forsíðum helstu tískutímarita í heimi. Victoria's Secret tískusýning í New York árið 2018.Getty/by Taylor Hill/FilmMagic Daly er breskur frumkvöðull og einn af stofnendum fyrirtækisins District Vision sem sérhæfir sig í hágæða hlaupagleraugum og útivistavörum. Fyrirtækið sameinar hönnun og virkni með það að markmiði að bæta frammistöðu og upplifun hlaupara.
Tímamót Ástin og lífið Bandaríkin Trúlofun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira