Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 22:30 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, heilsaði ljósmyndurum fyrir utan heimili hans, þar sem hann er í stofufangelsi. AP/Luis Nova Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára og þriggja mánaða fangelsi. Hinn sjötugi Bolsonaro er sekur um að hafa ætlað að snúa úrslitum forsetakosninganna 2022, sem hann tapaði, með aðstoð fyrrverandi embættismanna og hermanna. Forsetinn fyrrverandi var meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Sjá einnig: Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Ráðabruggið misheppnaðist, þar sem Bolsonaro náði ekki að afla sér nægilegs stuðnings innan hersins. Stuðningsmenn hans ruddu sér þó leið inn í ríkisbyggingar í janúar 2023 og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Sjá einnig: Bolsonaro í stofufangelsi Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu koma að málinu að svo stöddu og fjórir þeirra segja hann sekan. Einn sagði Bolsonaro saklausan en búist er við því að forsetinn fyrrverandi muni áfrýja úrskurðinum. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt úrskurðinn og segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“. The political persecutions by sanctioned human rights abuser Alexandre de Moraes continue, as he and others on Brazil's supreme court have unjustly ruled to imprison former President Jair Bolsonaro.The United States will respond accordingly to this witch hunt.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) September 11, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05 Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Sjá einnig: Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Ráðabruggið misheppnaðist, þar sem Bolsonaro náði ekki að afla sér nægilegs stuðnings innan hersins. Stuðningsmenn hans ruddu sér þó leið inn í ríkisbyggingar í janúar 2023 og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Sjá einnig: Bolsonaro í stofufangelsi Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu koma að málinu að svo stöddu og fjórir þeirra segja hann sekan. Einn sagði Bolsonaro saklausan en búist er við því að forsetinn fyrrverandi muni áfrýja úrskurðinum. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt úrskurðinn og segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“. The political persecutions by sanctioned human rights abuser Alexandre de Moraes continue, as he and others on Brazil's supreme court have unjustly ruled to imprison former President Jair Bolsonaro.The United States will respond accordingly to this witch hunt.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) September 11, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05 Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04
Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05
Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17