Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2025 08:33 Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun