Upp­gjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu

Arnar Skúli Atlason skrifar
Ekkert fær Víking stöðvað.
Ekkert fær Víking stöðvað. Vísir/Diego

Víkingur vann FH 2-1 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag. Leikið var í 17 umferð bestu deildar kvenna.

Víkingarnir byrjuðu betur og voru að skapa sér fleiri færi. Það kom því engum á óvart þegar þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir 10 mínútna leik. Þegar Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir fékk sendingu inn á teig FH-inga og var fyrst á boltann og kom honum yfir línuna fram hjá markmanni FH.

Strax í næstu sókn fundu FH-ingar Thelmu Lóu Hermannsdóttir úti á vinstri vængnum og hún keyrði upp vænginn og kom svo inn á völlinn og á hægri fótinn sinn og þrumaði boltanum í fjærhornið gjörsamlega óverjandi fyrir Evu Ýr Helgadóttir.

Eftir þetta herti FH aðeins tökin og fengu hættulegri færi áður en flautað var til hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og var rólegur framan af. Mikið um stöðubaráttu og hálf færi. Liðin voru að komast í álitlegar sóknir en það vantaði að reka smiðshöggið á þær.

Það dró samt til tíðinda á 83 mínútu leiksins þegar hornspyrna Víkings var skölluð frá. Bergdís var fyrst á boltann og kom honum inn á teig FH þar sem Linda Líf Boama var fyrst á boltann og sneiddi boltann í netið og kom gestunum yfir.

FH fékk tvo risa sénsa til að jafna leikinn. Fyrst var það Andrea Rán Snæfeld sem átti skot í miðjum teignum sem fór í varnarmann Víkings. Seinna færið var betra en þá slapp Hafrún Birna Helgadóttir en í gegnum vörn Víkings og þegar hún ætlaði að skjóta á markið virtist hún renna og hálfpartinn detta á Evu í marki Víkings sem gerði vel að koma út úr marki sínu.

Víkingur voru sterkari voru svo sterkari í uppbótatímanum og náðu að halda vel i boltann og FH-ingar náðu ekki að skapa sér meira og þar með sat. Víkingar með sterkan sigur og þann fjórða í röð.

Atvikið

Markið hjá Lindu Líf Boama kom óvænt. Liðin sköpuðu sér lítið í seinni hálfleik og var þetta mark svolítið gegn gangi þróun leiksins sem virtist vera að fjara út.

Linda Líf skoraði sigurmarkið.Vísir/Diego

Stjörnur

Hjá Víking fór mest fyrir Áslaug Dóru, Gígju Valgerði og Bergþóra Sól. Voru svakalega öflugar í dag og Eva Ýr Helgadóttir greip oft á tíðum vel inn í.

Hjá FH voru það helst Katla María Þórðardóttir, Andrea Rán Snæfeld og Deja Jaylyn Sandoval sem unnu sína vinnu vel. hinar voru aðeins frá sínu besta.

Dómarar [8]

Komst vel frá þessu í dag. Þægilegur leikur að dæma. Spjöldin komu á réttum tíma og heildarlínan mjög góð hjá Bríeti Bragadóttir í dag

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira